Kosnigar fyrst og svo skattahækkanir

Er þetta ekki alveg eftir öðru?  Vinstri Grænir ætla ofan á allt annað sem við erum að ganga í gengum með hækkanir lána og verðfall eigna að hækka á okkur skatta.  Ekki ætla þeir að koma hreint fram frekar en venjulega og upplýsa kjósendur á hverju við eigum von, heldur á að bíða með það fram yfir kostningar.  Ég vil bara segja fyrir mitt leiti þá tel ég að upphafið að endalokunum fyrir íslensk fyrirtæki og atvinnulíf á Íslandi, sé áframhaldandi ríkisstjórnarseta Vinstri Grænna.
mbl.is Skattaákvarðanir um mitt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú veist vonandi að það var græðgisvæðing Sjálfstæðisflokks sem skilaði okkur þar sem við erum. Leiðin út úr þessu þarf að vera í gegnum auknar útflutningstekjur ásamt eðlisbreytingum á skattkerfi, þannig að þeir sem mest eiga borgi mest.

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.4.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Hvaða lausnir bauð Sjálfstæðisflokkurinn upp á þessa mánuði sem hann var við stjórn eftir hrunið? Enga, nákvæmlega enga, gerði ekkert, gat ekkert.

Það er ljóst að þjóðin er í skítnum og við erum neydd til að greiða af lánum til AGS og fleira. Eitthvað lætur undan og ef ekki má setja á neina skatta af neinu tagi, þá ganga málin ekki upp. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að selja allt sem gat talist til tekjumöguleika ríkissjóðs.

Eina sem þeir gerðu var að lækka skatta á hátekjufólk. Og er eitthvað að því að þeir sem hafa miklar fjármagnstekjur taki þátt í því að reka samfélagið sem það notar, m.a. heilbrigðisþjónustuna? Ég held ekki.

Ég er samt ekki að hvetja til skatthækkana, heldur að segja að skattkerfið á að nota til sanngjarnrar skattheimtu og jafnvel tekjujöfnunar.

 Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 1.4.2009 kl. 12:16

3 Smámynd: Héðinn Ólafsson

Þeir fóru þessa leið í Svíþjóð, að láta þá sem mest hafa borga mest.  þar skilaði það því að þetta fólk flutti úr landi og með stóra fjármuni.  Er þetta það sem við þurfum núna?  Ég vil benda á að þeir sem eru tekjuháir eru nú þegar að skila mestu til samfélagsins og eru auk þess oft þeir sem útvega störfin.  Tek fram að ég er ekki að verja eigin rass, þar sem ég telst ekki til tekjuhárra einstaklinga.  Það virðist bara vera svo ráðandi þessi hugsun hérna,  "Látum þessa anskota borga".

Héðinn Ólafsson, 1.4.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Gekk ekki bara nokkuð vel að ná Svíþjóð upp úr kreppunni?

Héðinn Björnsson, 1.4.2009 kl. 13:45

5 Smámynd: Héðinn Ólafsson

Svíar hafa aldrei verið í okkar sporum.

Héðinn Ólafsson, 1.4.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband