Heyr heyr

Ég hef í mörg ár verið þeirrar skoðunar að þeir sem byggja þennan heim á þessum tímum eigi að setja sér það takmark að útrýma reykingum. Þetta er stórt takmark og sjálfsagt útilokað að ná því.  Þessi ályktun er samt sem áður frábært skref í þessa átt.

Samkvæmt útreikningum þyrfti pakkinn af sígarettum að kosta um 3.000 krónur til að dekka þann kostnað sem þjóðfélagið ber af heilsufarsvandamálum sem tengjast reykingum og á meðan svo er ekki höfum við sem ekki reykjum fullan rétt á að skipta okkur af og setja reglur sem reykingafólk þarf að fara eftir.  Kannski væri bara best að hækka pakkann í þennan 3.000 kall og leyfa reykingafólki að grafa sína gröf í friði.


mbl.is Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Mér er alveg sama og það þarf að banna kommunisma sem hefur skapað þessa hugsun.

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Förum svo eins að með áfengið, hækkum það í samræmi við kostnaðinn sem hlýst af því að senda flottræflana í meðferð aftur og aftur.  Hættum að auglýsa áfengi og refsum þeim harðlega sem útvega unglingum þetta sull.  Þá eru allir jafnir.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 12.9.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Allavega hér eru nöfninn á fólkinu í þessari tókbaksnefnd

 http://www.lis.is/Groups/Info.aspx?ID=101

Friðrik Páll Jónsson 

Kristinn Tómasson 

Valgerður Á. Rúnarsdóttir 

Lilja Sigrún Jónsdóttir (formaður)

Kristinn Tómasson 

Friðrik E. Yngvason 

Þetta eru opinberar upplýsingar og fólk hefur rétt að vita hverjir eru í þessari nefnd

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

13:00          Þingsetning: Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands.

Kosning fundarstjóra

Ávarp: Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra

13:15-13:45 Reykingatengdir sjúkdómar, einn faraldur, allar sérgreinar læknisfræðinnar.

13:45-14:00 Tóbaksfíkn: Valgerður Rúnarsdóttir, læknir.

14:00-14:15 Hagfræði tóbaksnotkunar: Kristín Þorbjörnsdóttir, hagfræðingur.

14:15-14:30 Lyfja- og eiturefnafræði tóbaks: Magnús Jóhannsson, prófessor.

14:30-14:45 Reykingar, faraldur eða frjálst val?: Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur. 

14:45-15:00 Kaffihlé. 

15:00-16:30 Vinnuhópar

16:30-17:00 Forsvarsmenn vinnuhópa kynna ályktanir þeirra. 

17:00          Tóbaksvarnaþingi slitið. Kristján G.Guðmundsson, læknir.

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband