Hans þriðja mót!

Ótrúlega oft sem maður sér villur í fréttum hér á mbl.is.   Í þessari frétt er þetta sagt hans fyrsta mót eftir bannið, en það rétta er að þetta er hans þriðja mót.  Hann vann mót í þýskalandi og varð annar á móti í tékklandi.  John Higgins er tel ég besti snókerspilari heims.  Í gærkvöldi var hann 9 - 5 undir, en viðureignin vinnst á 10 ramma og hann tók síðustu 5 ramma og vann.  ótrúleg úrslitaviðureign!
mbl.is Higgins sigraði á breska mótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alla leið með þetta mál

"en þann dag eru tvö ár liðin frá því níumenningarnir mótmæltu á þingpöllum Alþingis"  Hljómar saklaust, en er þetta nú rétt lýsing á því sem þarna gerðist?  Er ekki nauðsynlegt að fara alla leið með þetta mál?  Það á enginn að komast upp með það að ráðast á alþingið, sama hvaða skoðun hann hefur á þeim sem þar sitja.  Ég væri alveg til í að tuska til nokkra sem þar sitja, en myndi aldrei leyfa mér að reyna að koma því í framkvæmd.
mbl.is Stuðningsmenn níumenninganna boða aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Fagna því að það verði loksins alvöru samkeppni á ameríkufluginu.  Verður mjög spennandi að sjá hvort Icelandair sjái sér svo allt í einu fært að lækka verðið og hver rökin verða þá.  Daginn sem Iceland Express byrjaði að fljúga á London og Köpen lækkaði Icelandair verðið á þessum tveimur leiðum og fjölmiðlafulltrúi Icelandair kom í sjónvarpið og sagði að það hefði ekkert með þetta nýja flugfélag að gera og roðnaði ekki einu sinni.
mbl.is Delta byrjar Íslandsflug 3. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki VG bara reiður flokkur yfirleitt?

Mér hefur nú sýnst að VG sé alltaf upp á móti öllu og öllum og ekki minna innan flokksins.  VG er flottur stjórnarandstöðuflokkur, en í sjórn landsins eiga þeir ekkert erindi.  Held að það hafi sannast fyrir löngu og kominn tími til að stokka upp í landspólitíkinni.
mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan skrifuð á rauntíma

Þetta er ekkert flókið mál, en sagan er greinilega skrifuð á rauntíma í anda 24 þáttanna.
mbl.is 73 milljónir fyrir að rita sögu Akraness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðastur úr landi slökkvi ljósin!

Hvert á maður að skila lyklunum?  Á maður að fara með þá í bankann, eða er kannski sterkara að fara með þá til Steingríms.  Er ekki orðið löngu tímabært að hreinsa út aftur.  Ég lýsi hér með eftir búsáhaldarfókinu, eða voru þau kannski VG í heild sinni?
mbl.is Miklar skattahækkanir í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr heyr

Ég hef í mörg ár verið þeirrar skoðunar að þeir sem byggja þennan heim á þessum tímum eigi að setja sér það takmark að útrýma reykingum. Þetta er stórt takmark og sjálfsagt útilokað að ná því.  Þessi ályktun er samt sem áður frábært skref í þessa átt.

Samkvæmt útreikningum þyrfti pakkinn af sígarettum að kosta um 3.000 krónur til að dekka þann kostnað sem þjóðfélagið ber af heilsufarsvandamálum sem tengjast reykingum og á meðan svo er ekki höfum við sem ekki reykjum fullan rétt á að skipta okkur af og setja reglur sem reykingafólk þarf að fara eftir.  Kannski væri bara best að hækka pakkann í þennan 3.000 kall og leyfa reykingafólki að grafa sína gröf í friði.


mbl.is Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert skal halda?

Jæja þá er eins og búast mátti við forseti vor búinn að staðfesta lögin fyrir vini sína vinstri menn.  Ekki var hann tilbúinn til að staðfesta stórhættuleg fjölmiðlalög á móti hinum vinum sínum útrásarvíkingunum.  Ekki get ég samt sagt að mér hafi dottið í hug að hann myndi gera annað.

Nú er það bara stóra spurningin, hvert á að fara?  Þetta er ekki lengur spurning um að koma sér úr landi, heldur bara hvert.  Er maður kannski siðferðislega skyldugur til að vera hérna og taka þátt í að byggja upp landið?  Mitt svar er nei!  Ég skapaði EKKI skuldir þjóðarinnar og ég kaus EKKI yfir okkur þá sem "stjórna" landinu, þannig að ég fyrra mig allri ábyrgð og áskil mér þann rétt að yfirgefa hið sökkvandi skip með góðri samvisku.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosnigar fyrst og svo skattahækkanir

Er þetta ekki alveg eftir öðru?  Vinstri Grænir ætla ofan á allt annað sem við erum að ganga í gengum með hækkanir lána og verðfall eigna að hækka á okkur skatta.  Ekki ætla þeir að koma hreint fram frekar en venjulega og upplýsa kjósendur á hverju við eigum von, heldur á að bíða með það fram yfir kostningar.  Ég vil bara segja fyrir mitt leiti þá tel ég að upphafið að endalokunum fyrir íslensk fyrirtæki og atvinnulíf á Íslandi, sé áframhaldandi ríkisstjórnarseta Vinstri Grænna.
mbl.is Skattaákvarðanir um mitt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður Ármanns

Sem flokksskráður sjálfstæðismaður fékk ég eins og við var að búast einhver símtöl frá yfirleitt skemmtilegum stuðningsmönnum frambjóðenda í prófkjörinu, bara gaman af því.  Aðrir létu sér nægja að senda textaskilaboð, sem er nú ekki eins flott, en kannski gengur betur í marga sem ekki vilja fá símtölin.  En Ármann Kr. Ólafsson skaut sig algjörlega í fótinn gagnvart mér og átti ekki pláss á mínum lista, eftir að daginn fyrir kostningar, ég fékk símtal.   Þegar ég svaraði var svona símsvararödd í símanum tjáði mér að ég ætti skilaboð og að ég væri vinsamlegast beðinn um að velja "1" til að hlusta.  Ég valdi "1" og þá byrjaði að spila upptaka af Ármanni sem sjálfsagt var að segja mér afhverju ég ætti að velja hann á listann.  Skemmst er frá að segja að ég lagði á og gaf mér ekki tíma til að láta sannfærast, þar sem mér fannst þetta eins ópersónulegt og hugsast getur.  Bara það að velja þessa leið til að koma sér á framfæri finnst mér algert dómgreindarleysi af Ármanni, eða stuðningsmönnum hans.  Ég hef trú á því að ég hafi ekki verið sá eini sem fékk svona símtal og ekki heldur sá eini sem lét það fara illa í taugarnar á sér.
mbl.is Bjarni sigraði í Suðvesturkjördæmi - Rósa náði 6. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband