Klúđur Ármanns

Sem flokksskráđur sjálfstćđismađur fékk ég eins og viđ var ađ búast einhver símtöl frá yfirleitt skemmtilegum stuđningsmönnum frambjóđenda í prófkjörinu, bara gaman af ţví.  Ađrir létu sér nćgja ađ senda textaskilabođ, sem er nú ekki eins flott, en kannski gengur betur í marga sem ekki vilja fá símtölin.  En Ármann Kr. Ólafsson skaut sig algjörlega í fótinn gagnvart mér og átti ekki pláss á mínum lista, eftir ađ daginn fyrir kostningar, ég fékk símtal.   Ţegar ég svarađi var svona símsvararödd í símanum tjáđi mér ađ ég ćtti skilabođ og ađ ég vćri vinsamlegast beđinn um ađ velja "1" til ađ hlusta.  Ég valdi "1" og ţá byrjađi ađ spila upptaka af Ármanni sem sjálfsagt var ađ segja mér afhverju ég ćtti ađ velja hann á listann.  Skemmst er frá ađ segja ađ ég lagđi á og gaf mér ekki tíma til ađ láta sannfćrast, ţar sem mér fannst ţetta eins ópersónulegt og hugsast getur.  Bara ţađ ađ velja ţessa leiđ til ađ koma sér á framfćri finnst mér algert dómgreindarleysi af Ármanni, eđa stuđningsmönnum hans.  Ég hef trú á ţví ađ ég hafi ekki veriđ sá eini sem fékk svona símtal og ekki heldur sá eini sem lét ţađ fara illa í taugarnar á sér.
mbl.is Bjarni sigrađi í Suđvesturkjördćmi - Rósa náđi 6. sćti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hann var ekki hátt skrifađur hjá mér fyrir ţetta "símtal".

Ţađ gerđi útslagiđ hjá mér og hann fékk ekki mitt atkvćđi

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.3.2009 kl. 12:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband