Færsluflokkur: Dægurmál
6.3.2009 | 10:59
Olíufélögin og kreppan
Nú þegar flestir eru að leggja sitt af mörkunum til að koma þjóðinni í gegnum kreppuna virðast olíufélögin ekki telja sig þurfa að taka þátt í þeim leik. Það er deginum ljósara að bensín og dísilolía eru allt of hátt verðlagt ef mið er tekið af heimsmarkaðsverði og gengisþróun. Enn og aftur sýna olíufélögin að ekki er um að ræða samkeppni á þessum markaði og þrátt fyrir að þau hafi verið tekin í bólinu við að svína á samlöndum sínum, halda þau greinilega uppteknum hætti. Þetta sér hvert mannsbarn. Er ekki kominn tími á að olíufélögin leggji baráttunni við kreppuna lið og lækki olíuverð í takt við það sem aðrir þurfa að taka á sig?
Eldsneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 11:44
Allur fiskur fullunninn á Íslandi
Hátt í þúsund störf flutt úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2008 | 13:10
Nagladekk, eða ekki?
þetta er alltaf skemmtileg umræða þar sem allir hafa skoðun og þar sem þeir sem eru á móti nagladekkjum eru ófeimnir við að kalla hina aumingja sem ættu bara að læra að keyra, eða hreinlega skilja bílinn eftir heima. Nú hef ég starfað sem atvinnubílstjóri í allmörg ár og hef mikla reynslu í að keyra við hinar ýmsu aðstæður og nota alltaf nagladekk á veturna. þegar maður vinnur við akstur allan daginn lærir maður að sjálfsögðu muninn á öryggi annars vegar og fölsku öryggi hinsvegar og ég get hér fullyrt að nagladekkin veita mun meira öryggi en falskt öryggi.
það sem einnig er athugavert við þetta er að flestir virðast geta tekið undir það að í lagi sé að landsbyggðarfólk aki á nöglum og þar af leiðandi ætti ekki að skattsetja það. Hvað með mig sem bý á höfuðborgarsvæðinu og fer ferðir út á land... á að skattsetja mig? Hvar eru mörkin...lögheimilið?
Leggjast gegn nagladekkjaskatti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 08:37
Tæp viðskiptasambönd
Viðskiptasambönd tapast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 11:38
Fjársjóður í frímerkjabókum
Gamalt frímerki á eina milljón? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)