Færsluflokkur: Dægurmál

Olíufélögin og kreppan

Nú þegar flestir eru að leggja sitt af mörkunum til að koma þjóðinni í gegnum kreppuna virðast olíufélögin ekki telja sig þurfa að taka þátt í þeim leik.  Það er deginum ljósara að bensín og dísilolía eru allt of hátt verðlagt ef mið er tekið af heimsmarkaðsverði og gengisþróun.  Enn og aftur sýna olíufélögin að ekki er um að ræða samkeppni á þessum markaði og þrátt fyrir að þau hafi verið tekin í bólinu við að svína á samlöndum sínum, halda þau greinilega uppteknum hætti.  Þetta sér hvert mannsbarn.  Er ekki kominn tími á að olíufélögin leggji baráttunni við kreppuna lið og lækki olíuverð í takt við það sem aðrir þurfa að taka á sig?


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allur fiskur fullunninn á Íslandi

Ég hef verið talsmaður þess í mörg ár að fullvinna allan afla á Íslandi.  Héðan á enginn fiskur að fara nema fullunninn í notendaumbúðum með raspi eða tilheyrandi.  Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem hægt er að breyta á stuttum tíma, en með því að setja þetta í stefnumótun á að vera hægt að hrinda þessu í framkvæmd á 8 - 10 árum að mínu mati.  Núna framundan er sérstaklega hagstætt að vinna í þessu þar sem gengið er nú mun hagstæðara fyrir útflutningsgreinar og alveg fyrirsjáanlegt að þar verða ekki stórkostlegar breytingar á næstu árum, þ.e.a.s. að krónan fari nálægt þeim styrk og hún var meðan hún var sem sterkust.  Eins er það alveg ljóst að afli mun fara minnkandi á heimsvísu í framtíðinni sem á að auðvelda okkur markaðslega.  Það er okkar skylda að ná hámarksverðmætum út úr þessari undirstöðuatvinnugrein okkar íslendinga, þannig að allur afli í neytendapakkningar!
mbl.is Hátt í þúsund störf flutt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nagladekk, eða ekki?

þetta er alltaf skemmtileg umræða þar sem allir hafa skoðun og þar sem þeir sem eru á móti nagladekkjum eru ófeimnir við að kalla hina aumingja sem ættu bara að læra að keyra, eða hreinlega skilja bílinn eftir heima.  Nú hef ég starfað sem atvinnubílstjóri í allmörg ár og hef mikla reynslu í að keyra við hinar ýmsu aðstæður og nota alltaf nagladekk á veturna.  þegar maður vinnur við akstur allan daginn lærir maður að sjálfsögðu muninn á öryggi annars vegar og fölsku öryggi hinsvegar og ég get hér fullyrt að nagladekkin veita mun meira öryggi en falskt öryggi.

 það sem einnig er athugavert við þetta er að flestir virðast geta tekið undir það að í lagi sé að landsbyggðarfólk aki á nöglum og þar af leiðandi ætti ekki að skattsetja það.  Hvað með mig sem bý á höfuðborgarsvæðinu og fer ferðir út á land... á að skattsetja mig?  Hvar eru mörkin...lögheimilið?


mbl.is Leggjast gegn nagladekkjaskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæp viðskiptasambönd

Mikið skelfing eru það tæp viðskiptasambönd ef eftir áratuga samstarf að dráttur á greiðslu í viku eða tvær skemmir þau.  Sérstklega þá í því ástandi sem hér ríkir nú og ekki á að fara fram hjá neinum í veröldinni.  Ég er sjálfur í innflutningi og skulda tveimur af mínum birgjum.  Ég tók upp símann og þurfti í raun ekki að útskýra neitt þar sem viðkomandi voru með ástandið hér á hreinu og sögðu mér að hafa ekki nokkrar áhyggjur, þar sem þa hefðu fulla samúð með okkur íslendingum í því ástandi sem hér ríkir.  En ég segi nú samt, það má ekki dragast lengi þetta ástand.
mbl.is Viðskiptasambönd tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjársjóður í frímerkjabókum

Sem fyrrverandi frímerkjakaupmaður og áhugamaður um íslensk frímerki verð ég áður en allt verður vitlaust að koma með smá blogg um málið.  Þegar ég stundaði kaupmennsku með frímerki í Kolaportinu fyrir allmörgum árum gerðist það oft að það kom til mín fólk sem benti á frímerki í dýrari kantinum og sagði "ég á helling af þessu..... já eða allavega mjög líkt"  Ég er hræddur um að maðurinn í Eyjafirði sem á "samskonar frímerki eða MJÖG SVIPAÐ" verði fyrir vonbrigðum með að frímerki hans sé líklega 50 kr. virði.  Auðvitað geta legið dýr frímerki hjá fólki, en í 99,99 prósent tilfella er þetta nú samt það sem flestir eiga.  Það sem skilur á milli þess að frímerki sé dýrt eða verðlítið getur verið eins ómerkilegur hlutur eins og t.d. hvort frímerkið sé notað eða ónotað, hvort takkastærðin í frímerkinu sé 14 x 13 & 1/2 eða 12 & 1/2 x 12 & 1/2 eða jafnvel stærðin tölunni í yfirstimplinum eins og það frímerki sem um ræðir í greininni.  Ég vil aftur á móti benda þeim sem vilja láta meta sín merki á að það er yfirleitt hægt að láta gera það hjá frímerkjakaupmönnum eins og honum Reyni sem starfar í Kolaportinu eða Bolla hjá Frímerkjahúsinu.
mbl.is Gamalt frímerki á eina milljón?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband